11 á endanum þegar tækin hafa lokið við verk sitt. Ef marka má hitastigið og umhverfið er PóGó hins vegar ekki á Indlandi. Hér eru engar kýr á vappi og engin falleg hof. PóGó hafði hlakkað svo til að rölta um indverskan markað og skoða textíl og matvöru í öllum regnbogans litum. Þess í stað hefur geimskipið brotlent í litlausri steypueyðimörk þar sem loftið hreyfist allt of hratt. PóGó hefur lesið sér til um veður og reynt að ímynda sér hvernig það er að fá vindgust í andlitið en bjóst ekki við svona miklu roki. Á Indlandi væru göturnar fullar af fólki á öllum aldri. Hér er hins vegar ekkert líf að sjá, hvorki gangandi á götum úti né klifrandi í trjám. PóGó flettir upp staðsetningu sinni á spjaldtölvunni. Samkvæmt kortinu heitir þessi staður Ísland. Þetta er fámenn eyja í Norður-Atlantshafi, ansi nálægt Norðurpólnum. Hér er svo hvasst að geimveran heldur varla jafnvægi. Henni líður sem hún gæti fokið í burtu með næstu vindhviðu. PóGó opnar því bakpokann og raðar ofan í hann grjóti til þess að þyngja sig. Nú ætti ég að tolla á jörðu niðri, hugsar PóGó og festir bakpokann á sig. Skyndilega kemur einhver gangandi. PóGó bakkar í flýti upp að húsvegg og fylgist með mannverunni úr öruggri fjarlægð. Þetta er líklega mannsungi. Hann er þó nokkuð hávaxinn þrátt fyrir hafa ekki náð fullorðinsaldri. PóGó kíkir í bæklinginn og sér að þetta er ekki ungi heldur svokallaður unglingur. PóGó langar að tala við veruna og kveikir á þýðingar- forritinu TuNgA. Það er frábær uppfinning sem hjálpar
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=