10 HVAR ER ÉG? Geimveran rankar við sér. Svalt súrefni Jarðar hefur þrýst sér inn í loftpokana. Geimskipið er illa leikið eftir brot- lendinguna. Stýrið hvergi sjáanlegt. Jökulkalt loft berst á fleygiferð inn um glugga með brotna rúðu og PóGó byrjar samstundis að skjálfa. Það tekur dágóða stund að ná áttum en sem betur fer eiga Poffarar bækling um næstum því allt í himingeimnum. PóGó finnur bæklinginn Brotlending á framandi plánetu og byrjar að lesa. Skref 1: Felið farartækið með því að slá inn kóðann. PóGó stekkur á fætur og pikkar inn langa talnarunu á brotið lyklaborðið. Það rýkur úr stjórnborðinu og brunalykt gýs upp. Sem betur fer virkar kóðinn. Um leið og PóGó slær inn síðustu töluna verður geimskipið ósýnilegt. Geimveran fikrar sig af stað en meiðir sig í fótunum þegar harðir steinar stingast í iljarnar. Hún lítur hissa í kringum sig og virðir fyrir sér undarlegt umhverfið. Hér er allt grátt, fyrir utan nokkur gul tæki sem sveifla stórum steypuklumpum í loftinu. PóGó grípur spjaldið og flettir upp myndum af heimilum mannfólks. Ætli þetta séu hús? hugsar geimveran. Þetta gæti kannski orðið það
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=