Pógó og prumpið sem bjargaði heiminum

9 var ég ekki bara heima? hugsar PóGó en finnur loks takka sem gæti verið sá rétti. PóGó ýtir honum varlega niður. Um leið birtast ný skilaboð á skjánum. Orðin ERTU ALVEG VISS!? eru stór og ógnandi. Á stjórnborðinu blikkar rautt ljós og hátt sírenuvæl sker í eyrun. Geimverunni bregður svo svakalega að hún missir bollann úr höndunum. Heitt og þykkt orgorgið sullast yfir lyklaborðið og seytlar niður á milli takkanna svo neistar skjótast í allar áttir. Sírenuvælið hækkar og ljósið blikkar nú svo hratt að PóGó heyrir ekki lengur í eigin hugsunum. Hávær og vélræn rödd berst frá tölvunni: BROTLENDING! BROTLENDING! BROTLENDING! Alltaf þarf ég að klúðra öllu, hugsar PóGó og hniprar sig saman undir borði, með hnén upp að höku. Það eina sem hægt er að gera er að vona að geimskipið lendi í Suður-Asíu. Indland var valið sem lendingarstaður, bæði vegna staðsetningar og mannfjölda. Hátt hitastig Indlands hentar geimverunni líka vel þar sem hún kemur frá heitri plánetu. Á meðan tölvuröddin telur niður klemmir PóGó aftur augun og heldur niðri í sér andanum. 3 … 2 … 1…

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=