Pógó og prumpið sem bjargaði heiminum

40769 Geimveran PóGó er send til Jarðar frá plánetunni Poff með mikilvægt verkefni: að losa plánetuna við mannfólkið! En hvað gerist þegar PóGó kynnist nokkrum ungum Jarðarbúum og fær að fylgja þeim í skólann? Getur PóGó stöðvað eldflaugarnar áður en það er of seint og bjargað þannig nýju vinum sínum? Hvað er málið með allt prumpið og hversu mikinn ís getur PóGó borðað áður en allt fer úr böndunum? PóGó og prumpið sem bjargaði heiminum er æsispennandi og bráðfyndin saga eftir Bergrúnu Írisi, rithöfund og myndhöfund fjölmargra bóka fyrir börn og ungmenni. Saman mynda texti og teikningar Bergrúnar hrífandi ferðalag um fjölbreytileika mannfólksins, séð með augum geimverunnar PóGó frá Poff. Bókin er unnin í nánu samstarfi við ÖBÍ og fylgja henni ítarlegar og hagnýtar kennsluleiðbeiningar eftir Hjalta Halldórsson og Bergrúnu Írisi Sævarsdóttur.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=