Pógó og prumpið sem bjargaði heiminum

117 ég dálítið þreytt ef ég var lengi með öðru fólki. Þegar ég varð fullorðin komst ég að því að ég er skynsegin og með ADHD. Það sem mörgum finnst eðlileg hljóð get ég upplifað sem mjög mikið áreiti og þá þarf ég oft að draga mig í hlé eða vera með eyrnartappa. Allt þetta er ósýnileg fötlun sem truflar lífið mitt ekkert svo mikið. Margt fólk hefur fatlanir en oft er það ekki fötlunin sjálf sem gerir lífið flókið, heldur hvernig samfélagið okkar virkar. Það þýðir að saman getum við breytt umhverfinu og gert það betra! Hluti af því að gera samfélagið betra og meira inngildandi er til dæmis að skrifa fleiri bækur sem sýna veruleika okkar allra. Ég vona að þér hafi fundist gaman að lesa bókina um PóGó og prumpið sem bjargaði heiminum. Mundu bara að engir tveir eru eins … en næstum öllum finnst prump fyndið! Bestu lestrarkveðjur! Bergrún Íris

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=