Pógó og prumpið sem bjargaði heiminum

116 Smá pælingar … Hefurðu einhvern tíma lesið bók þar sem allar aðalpersónurnar eru karlkyns? Kannski hefurðu séð bíómynd þar sem allar aðalpersónurnar eru með sama húðlit? Þrátt fyrir að heimurinn sé troðfullur af fjölbreyttu fólki endurspegla bækur og bíómyndir það alls ekki nógu oft. Við, sem búum til bækur og bíó, erum þó smám saman að verða betri í því í að skrifa fjölbreyttari persónur. Við reynum að sýna fólk af öllum stærðum og gerðum, fólk með mismunandi uppruna og ólíka persónuleika, fólk sem er hinsegin og kynsegin, eikynhneigt og allskonar! Einn mjög mikilvægur hópur á þó til að verða útundan. Fólk með sýnilegar og ósýnilegar fatlanir fær ekki alltaf sanngjarnt pláss í skáldsögum. Þegar ég byrjaði að skrifa PóGó og prumpið sem bjargaði heiminum var markmiðið að skrifa spennandi sögu með allskonar krökkum sem hafa öll frábæra eiginleika og hæfileika, langanir, þrár og drauma. Þegar geimveran PóGó lendir á Jörðinni lærir hún að mannfólk er alls ekki allt eins. Krakkarnir sem PóGó kynnist eru fyndin og skemmtileg, klók og lausnamiðuð. Þau eru ólík en eiga líka heilmargt sameiginlegt. Það finnst mér fallegt. Við erum einstök en líka hluti af samfélagi. Auk þess að skrifa söguna teiknaði ég líka myndirnar. Ég hef alltaf elskað að teikna. Þegar ég var yngri sat ég lengi og las og teiknaði og fannst oft best að vera alein með sjálfri mér. Ég átti líka góða vini en stundum varð

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=