Pógó og prumpið sem bjargaði heiminum

8 Úff, þetta gæti tekið sinn tíma. Veggirnir voru bara svo gráir og niðurdrepandi, hugsar PóGó og nuddar laust yfir eina teikninguna. Geimveran fær sér annan bolla af sjóðheitu orgorg. Svo sækir hún blauta tusku og byrjar að þrífa. Það er óttaleg synd að fínu teikningarnar þurfi að fara. Mynstur og myndir prýða stýrið. Stóra stjórntölvan er þakin gulum doppum sem lífga upp á áður litlausa hönnun. PóGó hefur reyndar ekki hugmynd um hvað flestir þessara takka gera. Það kemur þó ekki að sök. Áfangastaðurinn hefur verið forritaður inn í tölvuna. PóGó þarf ekkert að gera. Bara þrífa og bíða þess að lenda mjúklega á réttum stað. PóGó bleytir tuskuna aftur og strýkur yfir gular doppurnar. Sumar renna auðveldlega af en aðrar eru þrjóskari. Ein doppan er pikkföst og geimveran beitir öllum sínum kröftum til þess að nudda hana burt. Um leið og PóGó þrýstir niður á lyklaborðið kviknar á skjánum fyrir ofan stýrið. „Viltu breyta um stefnu?“ stendur stórum stöfum þvert yfir skjáinn. Orðin JÁ og NEI blikka í sífellu. NEI! Breyta um stefnu? Ó nei! Hvað hef ég gert? hugsar PóGó og fálmar eftir réttum hnappi. Táknin á lyklaborðinu renna öll saman og geimveran veit varla lengur hvað hún heitir eða hvert hún stefnir. Af hverju

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=