Pógó og prumpið sem bjargaði heiminum

115 og upp í tárakirtlana. En það er ekki bara það sem hefur breyst … Geimveran virðir fyrir sér grænar hendurnar og telur fingurna. Því næst losar hún af sér strigaskóna í flýti. Það fer ekki á milli mála. Það er komin krúttleg ný tá á hægri fót og splunkunýr fingur á vinstri hönd! Einlæg gleði skín frá PóGó sem ræður ekki við sig og byrjar að hlæja. Krakkarnir hópast að og virða breytinguna fyrir sér. „Vó, PóGó! Ertu að breytast í manneskju?“ spyr Sindri hissa. „Ég er í það minnsta að aðlagast lífsskilyrðum á jörðinni.“ „Heldurðu að þú verðir alveg eins og við?“ spyr Mars og brosir út að eyrum. „Ég veit ekki hvort ég mun halda áfram að breytast. Kannski hverfur feldurinn minn, kannski ekki. Vonandi held ég allavega fálmurunum, þeir koma sér oft vel. Ég verð allavega aldrei alveg eins, enda er ekkert okkar alveg eins og einhver annar. Erum við ekki öll einstök, hvert á sinn hátt?“ spyr PóGó og blikkar krakkana brosandi.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=