Pógó og prumpið sem bjargaði heiminum

114 Krakkarnir setjast hjá PóGó og pabbi Tomaszar tekur utan um son sinn. Þau eru hvorki öskrandi né hágrátandi. Þess í stað haldast þau í hendur og bíða róleg þess sem verða vill. „Ég vildi óska að drottningin hefði hlustað,“ segir PóGó snöktandi. „Að hún gæti séð það sem ég sé, hvað þið eruð stórkostleg.“ Allt í einu verður skjárinn á spjaldtölvunni svartur og krakkarnir loka öll augunum. Þau búa sig undir það versta. Svo þagnar viðvörunarbjallan og spjaldið lýsist upp með björtu grænu ljósi. Á skjánum blikka fallegustu orð sem PóGó hefur nokkurn tíma lesið. Krakkarnir taka andköf og hrópa upp yfir sig. Pabbi Tomaszar virðist ekki tilbúinn að sleppa honum alveg strax. Svo taka við fagnaðarlæti. Mars sprettur á fætur og dregur Adam með sér. Þau hoppa um og fagna hástöfum. Sonja og Sindri fallast í faðma, fagna lífinu. Geimveran horfir þakklát yfir hópinn. Hún er svo glöð að hafa tekist ætlunarverkið. Sem betur fer hlustaði drottningin og heyrði það sem PóGó hafði að segja. Geimveran þurrkar burt gleðitárin. Mannlegu tilfinningarnar eiga orðið greiða leið frá hjarta PóGó

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=