113 „Þú þarft ekkert að vera hræddur pabbi. PóGó er alveg meinlaus, fyrir utan að prumpa svolítið mikið!“ Viðvörunarbjallan er vissulega lægri en áður en eyru geimverunnar greina hana samt. Sonja styður PóGó á fætur og þau líta á spjaldið í höndum Tomaszar. „Krakkar … ég reyndi,“ segir PóGó og kökkur myndast í þröngum hálsinum. „Ég náði sambandi við drottninguna og fyrst vildi hún ekkert hlusta. Svo hætti ég að tala og byrjaði að rappa. Þá fannst mér ég ná athygli hennar. Hún heyrði hvert orð og sagðist ætla að hugsa málið. Svo slitnaði sambandið. Ég sveif um í algjörri óvissu í marga klukkutíma. Ég saknaði ykkar svo mikið að ég opnaði töskuna og byrjaði að lesa á gulu miðana mína. Á meðan ég las miðana lækkaði geimskipið flugið smátt og smátt“ „Og hvað gerðist? Hvernig komstu þér út?“ „Gulu miðarnir,“ svarar PóGó og snýr sér hægt að fallhlífinni. „Ég límdi þá saman og bjó mér til fallhlíf. Hún var ansi viðkvæm en það er sem betur fer ekki rok í dag. Aldrei þessu vant.“
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=