Pógó og prumpið sem bjargaði heiminum

112 er of þreytt til þess að leita að betri stað til þess að kasta mæðinni. Við hlið hennar liggur spjaldtölvan og niðurtalningin heldur áfram. Geimveran hlýtur að hafa fengið heilahristing. Henni finnst hún heyra raddir sem nálgast, verða skýrari og hærri. Augnlokin eru þung en PóGó reynir að halda þeim opnum og snúa aumu höfðinu. Getur verið að … Skilaboðin á spjaldtölvunni blikka og þeim fylgir hræðilegt skerandi hljóð. PóGó fálmar eftir henni en handleggirnir eru örmagna og ná ekki taki. Allt í einu er eins og hljóðið dempist. Einhver hefur tekið spjaldið og lækkað í hljóðinu. Sjón geimverunnar er óskýr en hún greinir hávaxna veru, með dökkar krullur. PóGó langar að hrópa en orðið kemur út sem veikburða hvísl. „Tomasz …“ Fyrir framan PóGó stendur Tomasz og brosir. Við hlið hans standa hinir krakkarnir og fyrir aftan þau fullorðin vera … pabbi Tomaszar! PóGó fær sting í magann. Huliðshjálmurinn er óvirkur eftir öll lætin. Pabbinn starir á geimveruna með galopinn munn og uppglennt augu. Tomasz leggur höndina á handlegg pabba síns og hughreystir hann.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=