Pógó og prumpið sem bjargaði heiminum

110 „Hvað er PóGó?“ spyr pabbinn ringlaður. Krakkarnir líta hvert á annað þar til Adam stígur fram og byrjar að tala. Eftir að hafa látið dæluna ganga í töluverðan tíma gefst Mars upp og grípur orðið. „PóGó er sem sagt geimvera sem bjargaði Jörðinni og nú þurfum VIÐ að bjarga PóGó. Ókei?“ Pabbi Tomaszar klórar sér í höfðinu og horfir vantrúa á krakkana. „Er þetta satt?“ spyr hann og horfir á son sinn. „Hefur þú hitt þessa geimveru?“ Tomasz útskýrir vandræðalegur að PóGó hafi reyndar verið á heimilinu í nokkrar nætur, gist hjá þeim, borðað matinn þeirra og notað salernið. „Ég skil. Mér fannst reyndar fara óvanalega mikið af klósettpappír síðustu daga,“ segir pabbi hans. „Jæja, eftir hverju bíðið þið! Út í bíl með ykkur!“

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=