109 Þau snúa sér við. Pabbi Tomaszar stendur fyrir framan þau á nærbuxum og köflóttum náttslopp. Hárið á honum stendur í allar áttir. „En pabbi …“ byrjar Tomasz en pabbi hans stöðvar hann strax. „Ekkert en, klukkan er ekki einu sinni orðin sex. Þið farið ekki út svona eldsnemma og alls ekki án þess að borða morgunmat.“ Mars gerir sitt besta til þess að sannfæra pabba Tomaszar um að það sé óhætt að hleypa þeim út. „Ég þarf sko að … bera út póstinn! Og þau ætla bara að koma með mér. Þetta er lítill hringur, bara nokkur hús.“ Krakkarnir líta á Mars og pabba Tomaszar til skiptis. Hann virðist ætla að trúa lyginni og er við það að snúa sér í dyragættinni þegar Tomasz stoppar hann. „Nei, pabbi. Æ … Það er enginn póstur … Við þurfum að fara aðeins að stóru blokkinni.“ Mars kippir í Tomasz eins og til að stöðva hann. „Jú, Mars, bíddu. Pabbi á stóran bíl, hann gæti keyrt okkur til PóGó.“
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=