Pógó og prumpið sem bjargaði heiminum

108 „Gult?“ spyr Adam hissa. „Gult eins og sólin eða gult eins og páskaungi? Heldurðu að þetta sé kannski eldurinn aftan úr sprengjuflauginni? Er hún kannski sprungin? Er þetta blossi? Einu sinni sá ég flugeld sem sprakk á jörðinni, áður en hann náði að skjótast upp. Það var reyndar ekki gulur flugeldi, heldur marglitur.“ Krakkarnir bíða í ofvæni á meðan Mars fínstillir kíkinn. Svo lyftir hán honum aftur upp að andlitinu og horfir í gegnum agnarsmá götin. „Já bíddu. Það er einmitt undir ljósastaurnum. Þetta er eitthvað gult … og fyrir neðan það eitthvað grænt og … loðið” „PóGó!“ hrópar Adam og klappar höndunum ósjálfrátt saman af gleði. Í þetta skipti sussar Tomasz ekki á Adam heldur tekur undir. Krakkarnir fagna hástöfum þegar PóGó lendir fyrir framan stóru blokkina. Gul fallhlíf lendir við hlið PóGó. Mars og Adam hlaupa af stað fram í anddyri. Tomasz og Sonja styðja Sindra að göngugrindinni. Þau klæða sig í jakka og eru að reima á sig skóna þegar þung skref berast innan úr íbúðinni. „Hvað er eiginlega í gangi? Viljið þið koma ykkur aftur á dýnurnar krakkar og það STRAX!“

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=