107 „Ekki vekja pabba,“ segir Tomasz. „Hann rekur okkur bara í rúmið.“ „En … ég sé þær! Flaugarnar! Sjáið, fyrir ofan stóru blokkina!“ Mars hallar sér nær glerinu og Sonja pírir augun. „Tomasz, áttu kíki?“ spyr Mars. „Mmm … kannski pabbi,“ svarar Tomasz. „Hann geymir alls konar í stóru kommóðunni.“ Mars snýr aftur með lítinn kíki og ber hann upp að augunum. „Er þetta eldflaug?” spyr Adam. „Stefnir hún hingað? Munum við deyja? Verður það sárt? Hvað gerist næst, því ég veit ekki hvort ég trúi á endurholdgun. Ef ég kem aftur sem eitthvert dýr, þá langar mig að vera ókapi. Það eru flott dýr, eins og litlir gíraffar, nema dökkbrúnir með röndóttar lappir.“ „Mars, hvað sérðu?“ spyr Sonja sem reynir enn hvað hún getur að greina það sem stefnir til Jarðar. „Það er eitthvað … gult!“ segir Mars og fitjar upp á nefið.
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=