Pógó og prumpið sem bjargaði heiminum

105 HVAÐ ER PÓGÓ? Það er þögn í litlu íbúðinni hans Tomaszar. Eina hljóðið sem heyrist er brakið í uppblásnu dýnunum. Pabbi hans er í fastasvefni, enda mið nótt, en Tomasz og vinir hans fengu leyfi til að gista saman og hafa komið sér fyrir á dýnum í stofunni. Þau höfðu ætlað sér að vaka saman til morguns því tilhugsunin um að sofa af sér heimsendi var út í hött. Ef PóGó mistækist að stöðva flaugarnar vildu þau vera saman. Eitt af öðru höfðu þau hinsvegar lognast út af, úrvinda af þreytu. Mars hafði vakað lengst en dottið út á endanum. Þau vita ekki hvað það er sem vekur þau en hrökkva öll upp á sama andartaki. „Hvað er klukkan?“ segir Sindri og nuddar þreytt augun. „Oh, sofnaði ég?“ spyr Mars og kíkir á símann. „Klukkan er að verða hálfsex. Það er hálftími til stefnu.“ „Haldið þið að PóGó hafi tekist þetta?“ spyr Tomasz og nagar á sér neðri vörina. Það er erfitt að geta ekkert gert annað en að bíða. Hugmyndin um endalok mannkyns var einhvern veginn viðráðanlegri á meðan þau gátu enn lagt sitt af mörkum. Nú er vandamálið úr þeirra höndum. Örlög þeirra

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=