104 „Halló!“ kallar geimveran í talstöðina. „PóGó til stjórnstöðvar! Heyrið þið í mér?“ Þögnin er þrúgandi. Geimskipið svífur um og Pógó gætir þess að prumpa reglulega til þess að halda því í þokkalega stöðugri hæð. Það versta sem gæti gerst væri að skipið myndi hrapa áður en PóGó nær sambandi við drottninguna. Allt í einu heyrast skruðningar frá talstöðinni. „Zxssssss! Schhhhrrriiiingngwwwzzz …“ Geimveran fiktar í litla snerlinum og fínstillir rásina þar til hún heyrir loks skýrt hvað röddin segir. „Stjórnstöð til PóGó! Ert þetta þú?“ „Já! Gefið mér samband við drottninguna og það strax! Þetta er mjög áríðandi!“
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=