Pógó og prumpið sem bjargaði heiminum

Krakkarnir sleppa takinu strax. Augu þeirra eru fljótandi, eins og þau séu alveg að fara að gráta. Um leið rennur lítið tár niður kinnarnar á PóGó. Tilfinningar eru greinilega bráðsmitandi, hugsar PóGó. Ef ég kem mér ekki burt hið snarasta enda ég grenjandi með prumpusting þar til heimurinn ferst. „Ég verð að fara,“ segir PóGó og þurrkar augun. Krakkarnir bakka og geimveran lokar dyrunum. Um leið margfaldast ólgan í maganum. PóGó sest ofan á tankinn, með ísinn í fanginu, og sleppir fyrsta prumpinu. Hægt og rólega rís geimskipið frá jörðu. Þetta er ekki fallegasta flugtakið og í smá stund hossar geimskipið, eins og það ætli að gefast upp. Geimveran opnar munninn og sturtar upp í sig ísnum. Svo sleppir hún út kraftmiklu prumpi og skipið rykkist af stað til himins. Smám saman fjarlægjast krakkarnir í litla útverfinu á vindasama landinu. Fyrstu þrír lítrarnir af ís fleyta PóGó upp fyrir veðrahvolfið. Næstu lítrar senda skipið gegnum heiðhvolfið, miðhvolfið og hitahvolfið. Eftir því sem skipið fer ofar kemst það hraðar og hraðar. Þegar það er komið á sporbaug getur PóGó loks hætt að prumpa. Eftir stutta bið kviknar ljós á talstöðinni. 103

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=