100 VAXANDI ÞRÝSTINGUR Krakkarnir kjaga upp hæðina, hvert með sinn poka. Ísinn er þungur og sígur í en þau eru sterk og ákveðin í að gefast ekki upp. Fljótlega sést til Sindra veifa. „Okkur tókst að stilla rétt hnit,“ segir Tomasz sigri hrósandi. „Þið hefðuð átt að sjá Tomasz stilla þetta inn!“ segir Sindri glaður. „Hann var eins og verkfræðingur, eða flugvirki, eða hvað sem það heitir. Ég þurfti bara að lesa á skjáinn fyrir hann og þá vissi hann nákvæmlega hvað átti að gera.“ Geimveran þakkar krökkunum fyrir hjálpina. Hún teygir sig í bakpokann sinn og gerir sig tilbúna. Svo stígur hún inn í geimskipið með ísbirgðirnar. Hurðin stendur enn opin og krakkarnir mæna á PóGó háma í sig ljúffengan ísinn. „Heldurðu að þetta muni ganga?“ spyr Sonja raunamædd á svip. „Við komumst að því í fyrramálið,“ svarar Sindri sem styður sig við trjástofn.
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=