Pógó og prumpið sem bjargaði heiminum

98 „Læt hann hverfa, það er ekki svo flókið,“ segir PóGó og fálmararnir byrja að glóa. Uppástungan fellur ekki í kramið hjá krökkunum. Þau horfa stórhneyksluð á geimveruna og láta eins og hún hafi nú þegar drepið unglinginn fyrir framan þau. „Ókei, ókei. Þetta var bara pæling. Það væri töluvert betra en að þurrka út allt mannkyn, ekki satt?“ „PóGó, það er ekki í boði,“ segir Sonja og fórnar höndum. Unglingurinn virðist vera að missa þolinmæðina. Loks bankar hann létt í borðið fyrir framan sig. „Hvað ætliði að gera? Viljið þið fá fjórtán lítra af ís eða ekki?“ Allt í einu stígur Mars fram með símann á lofti. „Já, ég borga,“ segir hán og ber símann upp að greiðsluposanum. Áður en PóGó nær að stoppa Mars heyrist píp. Greiðslan fer í gegn og unglingurinn gengur að ísdælunni. Svo byrjar hann að dæla ís í fjórtán stór box.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=