Pógó og prumpið sem bjargaði heiminum

97 „Það fer nú eftir ýmsu,“ svarar unglingurinn. „Vitið þið hvað þetta kostar? Eigið þið pening?“ segir unglingurinn og ranghvolfir augunum. Hann slær pöntunina í kassann og upp kemur svimandi há tala. Sonja pikkar í Mars og þau snúa sér að PóGó. „Tuttugu og sex þúsund! Það er mjög mikið. Ég er bara með klink,“ segir Adam óðamála. „En ég gæti hlaupið heim og brotið baukana mína. Ég á sko þrjá bauka, einn er reyndar í efstu hillunni en ef ég sæki tröppurnar …“ „Ég á þúsundkall í skólatöskunni en ég gæti líka náð í eitthvað heim,“ segir Sonja og yppir öxlum. Aftur byrja augu geimverunnar að vökna. Tvö tár lauma sér niður kinnarnar en þetta eru ekki sorgartár. Geimveran er þakklát. Hún hefur lesið sér til um þakklæti en þetta er í fyrsta sinn sem hún finnur tilfinninguna innra með sér. Því miður er enginn tími fyrir Adam og Sonju að hlaupa heim til sín. „Við höfum ekki tíma,“ segir PóGó. „Hvað ef ég losa okkur bara við starfsmanninn? Þá get ég fengið allan þann ís sem ég þarf.“ „Losar okkur við?“ spyr Mars og yglir sig.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=