Pógó og prumpið sem bjargaði heiminum

96 ÞAKKLÆTISTÁR Geimveran er fegin að sjá að það er ekkert að gera í ísbúðinni. Henni til mikillar skelfingar er unglingurinn hins vegar að vinna. Hefði gamla konan verið í afgreiðslunni hefði verið lítið mál fyrir PóGó að leggjast undir ísdæluna. „Við finnum út úr þessu,“ segir Mars og PóGó líður eins og hán lesi hugsanir. „Get ég aðstoðað?“ spyr unglingurinn án þess að líta upp úr símanum sínum. „Já,“ byrjar Adam. „Við ætlum að fá hjá þér fjórtán lítra af ís, takk fyrir kærlega.“ „Fjórtán?“ endurtekur unglingurinn og lítur upp frá símanum. „Oh, þið aftur. Hvað er eiginlega málið með krakkann í geimverubúningnum?“ PóGó lítur á spjaldtölvuna. 43 mínútur til stefnu. Hvernig á ég eiginlega að borga fyrir ísinn? hugsar geimveran og hjartað slær hraðar. „Ætlarðu að afgreiða okkur eða ekki?“ spyr Mars pirrað.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=