Pógó og prumpið sem bjargaði heiminum

6 „Lendingarstaður hefur verið valinn og hnitin skráð í kerfið. Haltu stefnu og þú ættir að lenda mjúklega innan skamms. Þú hefur fjóra jarðneska sólarhringa til þess að kanna eðli Homo sapiens og yfirfara gögn okkar um mannverur áður en við þurrkum þær út. Eftir að verkefninu lýkur munt þú snúa aftur til Poff.“ Geimveran geispar og fær sér stóran sopa af orgorginu. Svo teygir hún sig eftir spjaldinu og flettir í gegnum bæklinginn Mannfólk og aðrar óæðri tegundir.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=