6 Fyrstu vikurnar úti leið mér alveg þokkalega því þá var pabbi ekki byrjaður að vinna. Ég held að hann hafi vorkennt mér því hann spilaði stundum við mig tölvuleiki langt fram á kvöld. Ég sá samt alveg að honum fannst það ekki sérlega skemmtilegt. Það fór talsverður tími í að koma okkur fyrir í nýju íbúðinni en við notuðum líka tímann til að skoða okkur um í París. Stundum keyrðum við um nágrenni borgarinnar á bílaleigubíl og nokkrum sinnum tókum við lest eitthvað lengst upp í sveit. – Alexander, finnst þér ekki frábært að við getum loksins verið svona mikið saman, spurði mamma oft. – Jú, sagði ég þótt ég væri alls ekki sammála henni.
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=