París

5 1. kafli Þegar ég var 13 ára flutti ég með foreldrum mínum til Parísar. Mig langaði alls ekki til þess því mér leið mjög vel heima á Íslandi. Þar átti ég líka marga vini sem æfðu með mér bæði fótbolta og golf. Tvö eldri systkini mín fengu að búa ein í raðhúsinu okkar í Hafnarfirðinum. Þau voru bæði í menntaskóla. Reyndar bjuggu afi og amma í sama hverfi og lofuðu að aðstoða þau með því að bjóða þeim oft í mat og svoleiðis. Ég grátbað foreldra mína um að leyfa mér að búa hjá afa og ömmu eða systkinum mínum en þau þverneituðu mér. Ástæðan fyrir flutningunum var sú að pabbi fékk betri vinnu í París. Í raun held ég samt að mamma hafi aðallega ráðið því að við fluttum út. Um leið og hún vissi af þessu nýja atvinnutilboði þrýsti hún mjög mikið á hann að sækja um starfið. Ég heyrði hana segja: – Við höfum öll gott af því að komast í burtu frá þessari litlu eyju og upplifa eitthvað nýtt. Af hverju er Af hverju er gott að upplifa eitthvað nýtt? Þannig að þótt ég óskaði ekki eftir neinum breytingum á mínu lífi þá neyddist ég á endanum til að flytja frá bestu vinum mínum og það alla leið til Frakklands.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=