Alexander er 13 ára þegar hann flytur með fjölskyldunni til Parísar. Hann saknar vina sinna, fótboltans og notalegra daga með ömmu og afa. Allt er framandi – borgin, skólinn og tungumálið – og Alexander á erfitt með að aðlagast nýja lífinu. En svo kynnist hann Pierre – hlýlegum manni sem hefur gengið í gegnum margt – og Adele, stórum og loðnum hundi sem fylgir honum hvert fótmál. Þrátt fyrir að þau séu ólík myndast óvænt og dýrmæt vinátta á milli þeirra. Stundum tekur lífið óvænta stefnu – og þá skiptir máli að eiga vin sem stendur með manni. Höfundur sögunnar er Þórunn Rakel Gylfadóttir og myndhöfundur Brimrún Birta Friðþjófsdóttir 40775 Paris Að heiman og heim
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=