París

41 afskaplega vænt um þig. Að þú hefðir alltaf minnt hann á son hans sem dó ungur. Ég gat ekki hreyft mig, fætur mínir voru gjörsamlega máttlausir. – Hvar er hundurinn? Hvar er Adele? var það eina sem ég gat stunið upp úr mér á milli ekkasoga. – Hann er í góðum höndum. Hafðu ekki áhyggjur af honum. Reyndu að hvílast. Mamma og pabbi komu skömmu síðar og fóru með mig heim. Ég lagðist örþreyttur beint upp í rúm og þau settust áhyggjufull á rúmstokkinn hjá mér. Ég sagði þeim alla söguna. Það tók þau langan tíma að meðtaka hana. Hvað einkennir að þínu mati gott samband milli unglinga og foreldra? – Já, en ég skil ekki, já en ég skil ekki … , af hverju í ósköpunum sagðir þú okkur ekki frá þessu fyrr? sögðu þau aftur og aftur. – Sumt er ekki hægt að útskýra fyrir foreldrum sínum, svaraði ég. Nokkrum dögum síðar fórum við öll með blóm til Elenu. Það var greinilegt að hún var mjög sorgmædd. – Pierre hneig niður þegar hann var að vinna í garðinum, það var ég sem pantaði sjúkrabílinn, sagði hún.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=