40 Maðurinn bar mig inn í eitthvert herbergi og lagði mig niður í mjúkan stól. Ég hnipraði mig saman í keng og starði niður á marglitar gólfflísar. Tárin streymdu niður vangana. Tíminn silaðist áfram. Fleira fólk kom inn í herbergið. Það talaði ákaflega hátt og hratt, ég skildi varla orð af því sem þau sögðu. Síminn hringdi og hringdi. Ég gat ómögulega svarað. Af hverju er Af hverju svaraði Alexander ekki símanum? Ég rétti einhverjum símann. Mér var undarlega sama um allt og alla. Nema Pierre og Adele. Einhver lagði hönd á öxl mér. Ég leit upp. – Ert þú Alexander? spurði kona í hvítum sloppi. Hún talaði blíðlega. – Já. – Varst þú vinur Pierre Durand? – Ég er vinur hans, sagði ég allt of hátt og skerandi og reyndi að halda aftur af tárunum. Konan tók um hönd mína. – Því miður þá dó vinur þinn aðeins nokkrum klukkustundum eftir að hann lagðist hér inn. Hann sagði okkur frá þér en við vissum ekki hvernig við gætum náð í þig. Pierre bað mig um að skila því til þín að honum þætti
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=