39 – Nei, sagði ég og fann að röddin var að bresta. – Þá er mér ekki heimilt að veita þér upplýsingar. Þá gat ég ekki meira. Þvílík vonbrigði. Ég lét mig falla á gólfið og hágrét. Það næsta sem ég vissi var að einhver reisti mig upp og lyfti mér í fang sér. Þetta var vörðurinn. Ég heyrði hann tala reiðilega við unga manninn. – Sérðu ekki að þetta er bara barn! – Hvar er hundurinn? spurði ég. – Hvar er Adele? – Hafðu ekki áhyggjur, hann er í öruggum höndum, svaraði vörðurinn.
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=