París

38 8. kafli Skrefin upp að aðalinngangi spítalans voru þung. Ég þrýsti á bjölluhnapp á veggnum við aðalinnganginn. Með hinni hendinni hélt ég um tauminn. Adele dillaði rófunni við hlið mér. Stór viðarhurð opnaðist upp á gátt inn í rúmgóða forstofu. Mér brá þegar ég sá þar vopnaðan vörð. – Að hverju ertu að leita vinur? spurði hann. – Mon ami, sagði ég hikandi og rétti fram húfuna. Vörðurinn horfði rannsakandi á mig. – Þú mátt ekki fara inn með hundinn en ég skal passa hann á meðan þú leitar að vini þínum, svaraði hann. – Alls ekki sleppa honum lausum, bað ég. – Ég mun ekki svíkja ykkur félagana. Mig grunar að þessi hundur hafi leitað að þér í nokkra daga. Treystu mér. Titrandi gekk ég að stóru afgreiðsluborði. – Hvert er eftirnafn vinar þíns? spurði ungur maður. – Ég veit það ekki. – Ertu fjölskyldumeðlimur? – Ég er góður vinur hans. Mjög góður. – Ertu með skilríki? spurði ungi maðurinn alvarlega.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=