París

36 Drengurinn er skolhærður og bláeygður, klæddur í bláar buxur, gráa peysu og íþróttaskó. Nú var ég orðinn virkilega stressaður. Hjartað barðist um í brjósti mér og ég var kominn með blóðbragð í munninn. Loksins stoppaði Adele fyrir framan stóra byggingu þar sem á stóð Hôpital. Adele byrjaði að gelta hvellt. Af hverju er Lýstu líðan Alexanders í stuttu máli daginn sem hann fór með Adele á spítalann. Ég reyndi að þagga niður í henni til að fólk færi ekki að veita okkur eftirtekt. Adele hélt áfram að gelta, fólk horfði undrandi á okkur. Ég leit á símann. Tíu ósvaraðar hringingar frá mömmu og pabba og líka úr númerum sem ég þekkti ekki. Hvernig í ósköpunum gat ég bjargað mér út úr þessum vandræðum? Ég átti engin ráð. Ég settist niður á tröppurnar við inngang spítalans. Adele var mjög óróleg og sperrti eyrun í hvert sinn sem dyrnar opnuðust. Eftir stutta stund togaði hún mig á fætur og reyndi að draga mig upp tröppurnar. Ég streittist á móti. Adele horfði biðjandi á mig. Ég hristi höfuðið. Þá kippti hún skyndilega í tauminn og stefndi niður tröppurnar. Ég elti hana að litlu skoti sem var undir spítalatröppunum. Skotið var dimmt, þröngt og rakt. Mér leið illa þarna niðri og togaði Adele aftur út.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=