35 togaði hún mig viðstöðulaust í gegnum hverfi sem voru mér gjörsamlega ókunnug. Trúlega voru mamma og pabbi að reyna að ná í mig. Sennilega hafði skólinn látið þau vita að þar væri mig hvergi að finna. Kannski hafði kennarinn minn sagt við þau: Sonur ykkar hvarf einfaldlega í frímínútum. Við höfum ekki hugmynd um hvar hann er. Kannski var meira að segja komin frétt um hvarf mitt í fjölmiðla: Umfangsmikil leit er hafin að ungum íslenskum dreng sem nýfluttur er til landsins. Síðast sást til hans á skólalóð grunnskóla í hverfinu Tournelle.
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=