París

34 7. kafli Ég mætti í skólann og fór út með öllum hinum í fyrstu frímínúturnar. Síðan lét ég mig einfaldlega hverfa. Hvað hefðir þú gert í sporum Alexanders? Það var ekkert mál fyrir mig að rata að jógastúdíóinu. Fyrst leitaði ég að Pierre og Adele í nágrenninu en án árangurs. Mjög vonsvikinn settist ég niður framan við húsið þeirra og greip með báðum höndum um höfuðið. Einmitt þá heyrði ég gelt. Vongóður leit ég upp. Þarna var þá Adele. Mjög horuð skokkaði hún þreytulega til mín og sleikti mig allan í framan. Þegar ég horfði í augu hennar sá ég mikla sorg. Ég fékk sting í hjartað og lagðist niður við hlið hennar og strauk henni blíðlega. Fljótlega stóð hún á lappir og fór að ýlfra. Ég gerði mitt besta til að róa hana en þá beit hún laust í peysuna mína og reyndi að toga mig á fætur. Ég sótti tauminn hennar og krækti honum í hálsbandið og við lögðum af stað út í óvissuna. Fyrst gengum við eftir götum og strætum sem ég þekkti ágætlega. Eftir því sem við gengum lengra því æstari varð Adele og að lokum fór hún að hlaupa. Ég hljóp og hljóp við hlið hennar. Síminn hringdi. Þá bað ég hana um að stoppa en hún gegndi mér ekki. Með lafandi tungu

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=