33 væri á lífi. Sennilegast var að hún gengi um ein og frjáls því taumurinn hékk enn við dyrnar. En hvar var Pierre? Ég yrði að finna hann. Það þýddi aðeins eitt. Ég yrði að dvelja í garðinum í langan tíma til að auka líkurnar á því að hitta Adele. Kvöldið fyrir stóra daginn, daginn sem ég komst að sannleikanum, reyndi ég að bera mig vel heima. Ég sagði mömmu og pabba að besti vinur minn hefði boðið mér heim til sín eftir skóla svo líklega kæmi ég seint heim. Þau spurðu hvað hann héti og hvar hann ætti heima og ég var tilbúinn með sannfærandi svör. Ættu foreldrar að vita allt sem gerist í lífi barna sinna? – Af hverju hefur þú ekki sagt okkur frá honum fyrr? – Bara, ég meina þið eruð ekkert að segja mér mikið frá vinum ykkar. Þau trúðu mér og kinkuðu brosandi kolli þannig að ég fékk smá samviskubit yfir að ljúga að þeim. Sérstaklega þegar ég heyrði hvað mamma sagði við pabba þegar þau fóru að sofa. – Mikið er ég þakklát fyrir það að drengurinn sé loksins að eignast vini og finna sig í skólanum. Næsti dagur var engum öðrum líkur og ég er viss um að aldrei á ævinni muni ég gleyma því sem gerðist þá.
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=