París

30 Ég læddist hægt og gætilega að litla húsinu. Dyrnar voru ólæstar. Þegar ég ýtti laust á hurðina urgaði í henni á meðan hún opnaðist draugalega hægt. Ég hvíslaði titrandi röddu: Pierre, Pierre og svo aðeins hærra Adele. Því miður fékk ég engin svör. Inni í húsinu var enga vísbendingu að sjá um hvar þau væri að finna. Taumurinn hennar Adele hékk þar reyndar á snaga. Derhúfan hans Pierre lá í sófanum. Líklega höfðu þau þurft að flýta sér eitthvert. Ég hugleiddi að banka upp á hjá Elenu en ég kunni ekki við það. Eða kannski gerði ég það ekki af því ég óttaðist sannleikann. Þegar ég kom heim spurðu mamma og pabbi hvort eitthvað væri að. Ég sagðist vera þreyttur og bað þau um að láta mig í friði. Næst þegar ég fylgdi mömmu á jóganámskeiðið fann ég þau heldur ekki. En ég tók eftir einu merkilegu, derhúfan hans Pierre var horfin en taumurinn hennar Adele var enn á sínum stað. Um kvöldið átti ég mjög erfitt með að sofna. Óttinn sótti frekjulega að mér. Ég reyndi eins og ég gat að halda í vonina. Ef það var Adele sem tók derhúfuna hans Pierre þá var kannski í lagi með þau bæði. Af hverju er Hvernig leið Alexander þegar hann fann ekki Pierre og Adele?

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=