25 Við fórum á marga markaði þar sem Pierre afhenti vörurnar og fékk strax greiðslu í staðinn. Hann var vinsæll og vel liðinn. Allsstaðar þar sem við komum fagnaði fólk honum brosandi og klappaði Adele. Tveir kaupmenn gáfu Pierre fullan poka af kjöti handa Adele. Mér fannst gott að komast að því að fólk treysti Pierre vel. Af hverju er Af hverju finnst Alexander gott að fólk treysti Pierre vel? Á ávaxta- og grænmetismarkaðnum þreyttist Pierre ekki á að segja mér hvað allt héti á frönsku. Hann lét mig endurtaka orðin þar til ég bar þau rétt fram. Og eins og venjulega þá útskýrði hann á ensku ef ég skildi ekki eitthvað á frönsku. Oftar og oftar svaraði ég honum á frönsku. Pierre virtist þekkja alla. Sumir gáfu okkur ávexti og grænmeti. Fólk spurði hver ég væri.
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=