24 5. kafli – Ha, ætlarðu að vakna klukkan sex til að koma með mér í jógað á laugardaginn? – Já, mér finnst svo gott að einbeita mér að lærdómnum í sófanum í forstofunni, æfa mig í fótbolta í garðinum og ganga um hverfið, svaraði ég mömmu. – Ég held að sonur okkar sé að verða of háður mér, heyrði ég mömmu segja við pabba þegar hún hélt að ég heyrði ekki til. – Hann virðist engin tengsl mynda í skólanum. Ég hef áhyggjur af honum. – Gefum honum svigrúm, þetta hlýtur að lagast með tímanum, svaraði pabbi. Pierre beið með hjólið hlaðið af krukkum og flöskum í garðinum. Adele réð sér varla fyrir kæti og flaðraði upp um mig um leið og hún sá mig. Hvernig er vinátta á milli dýra og manna, er hún frábrugðin annarri vináttu? – Getur þú hlaupið með Adele í taumnum við hlið mér? Við förum afar rólega af stað. Ég hef sjaldan troðið jafn miklu á hjólið. Það kom nefnilega stór pöntun af eplasafa í fyrradag.
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=