París

22 þegar ég var ungur og vitlaus. Þrátt fyrir að við Elena séum mjög ólík urðum við góðir vinir. Við áttum það líka sameiginlegt að hafa misst ástvini okkar af slysförum. Við stóðum bæði á erfiðum tímamótum þegar við kynntumst. Dæmir fólk stundum aðra eftir útliti og fjárhagsstöðu? – Svona eins og við tveir, sagði ég hugsi og starði áfram á konuna. – Það má segja það. – Fluttir þú strax til hennar? – Mjög fljótlega. Við gerðum með okkur samning. Ég fékk að gera upp garðhúsið og búa þar með því skilyrði að sjá um garðinn hennar. Hún er grænmetisæta og flest af því sem hún borðar rækta ég. Nema auðvitað um háveturinn. – Borðið þið allar sulturnar ein? – Nei, guð minn góður! Hún gaf mér leyfi til að búa til afurðir úr öllu því sem hún ekki nýtir. Ég sel þær og á þeim tekjum lifi ég, ásamt þeim litlu bótum sem ég fæ frá ríkinu. – Hvar selur þú safann og sulturnar?

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=