20 Jú, þarna var kona. Gráhærð og stíf á svip sat hún í hjólastól og teygði andlitið á móti sólinni. Ofan við mitti var hún aðeins í brjóstahaldara. Mér þótti það örlítið sérkennilegt því aðeins nokkrum mínútum áður hafði rignt hressilega. – Hún er mikill sólardýrkandi, sagði Pierre eins og hann hefði lesið hugsanir mínar. – Því miður eru svalirnar of þröngar til að hún geti snúið sér við í hjólastólnum og þess vegna er húð hennar algjörlega hvít á bakhliðinni. Hvernig er aðgengi fyrir fatlaða í þínum skóla? – Ég skil, svaraði ég og leið eitthvað furðulega. – Hún er ekki allra. – Hvað meinarðu? spurði ég. – Það líkar ekki öllum vel við hana og þar af leiðandi umgengst hún ekki margt fólk. Eiginlega bara mig og þá fáu sem aðstoða hana við daglegt líf. – Býr hún ein í þessu stóra húsi? – Já, hún missti eiginmann sinn og tvö börn í slysi. Elena var sú eina sem lifði það slys af. Það er mikil sorgarsaga. – Hvernig kynntust þið? – Á endurhæfingarstofnun. Þangað förum við árlega í nokkrar vikur í senn. Ég lenti í alvarlegu bifhjólaslysi
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=