París

19 4. kafli Bak við hús Pierre og Adele var lítill skúr sem ég hafði ekki séð áður. Þar inni var enn meira magn af krukkum og flöskum. En þar var líka hjólið hans Pierre. Það hafði augljóslega verið sérsmíðað fyrir fatlað fólk. Á því voru pedalar fyrir bæði hendur og fætur. Vinstra megin, svolítið neðan við sætið var lítill pallur sem var sérhannaður fyrir það sem eftir var af fæti Pierre. En ekki nóg með það heldur var stór viðarkassi aftan á hjólinu og annar minni framan við það. Þetta farartæki var með því undarlegasta sem ég hafði séð. – Komdu, ég ætla líka að sýna þér svolítið annað, sagði Pierre glaður á svip. Ég elti hann eftir slóð á flötinni sem leiddi að rauðu viðarhliði. Innan við það var enn stærri garður, alveg gríðarlega fallegur með fjölbreyttum gróðri. Hér var auðsjáanlega verið að rækta eitthvað á mjög skipulagðan hátt. – Hér sérðu starfið mitt, sagði Pierre stoltur og Adele dillaði skottinu. – Og sérðu húsið þarna? Ef þú lítur upp á svalirnar kemurðu kannski auga á konu. Það má segja að hún sé atvinnurekandi minn. Pierre benti á ótrúlega fallegt hús á fjórum hæðum.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=