París

18 Þótt enn væri dagur kveikti Pierre á kerti, sótti ullarteppi og breiddi það yfir axlirnar á mér. Svo stakk hann tveimur rafmagnsofnum í samband. Rigningin buldi á þakinu. Mér leið vel en samt fannst mér ég vera þarna í einhvers konar leyfisleysi. Hvað myndu foreldrar mínir segja ef þau vissu hvar ég væri niðurkominn? Mig langaði að vita meira um Pierre en samt ekki. Ég fann fyrir ótta. Hvað ef ég kæmist að einhverju sem gerði mig svo hræddan að ég vildi ekki hitta Pierre og Adele aftur? Ég var feginn að Pierre spurði mig aldrei um neitt. Mamma og pabbi voru sífellt að spyrja mig um eitthvað sem þau vissu oftast svörin við. Það gat verið rosalega þreytandi. Skyndilega hætti að rigna og sólin braust fram á ný. Ég stóð á fætur og gerði mig líklegan til að fara. Á leiðinni út freistaðist ég samt til að virða betur fyrir mér allar sultukrukkurnar. Af hverju átti Pierre eiginlega svona mikið magn af sultu? Sposkur á svip horfði Pierre á mig. – Komdu út, ég skal sýna þér svolítið sem þér finnst kannski áhugavert, sagði hann.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=