16 var. Í stofunni var svefnsófi og á gólfinu við hlið hans var stór bastkarfa. Þarna var greinilega fletið hennar Adele. Hvað er fleti? Fyrir ofan sófann hékk stórt innrammað plakat af nöfnu hennar, söngkonunni Adele og á því stóð stórum stöfum á ensku. Could’ve had it all. Í horni stofunnar var geisladiskaspilari sem minnti mig á tækið sem amma og afi áttu. Við hlið spilarans var hilla með mjög mörgum geisladiskum. – Adele er algjörlega einstök listakona, sagði Pierre og horfði með aðdáun á plakatið. Hún syngur svo vel um glataða en heita ást. – Ég veit varla hver hún er, svaraði ég. – Þá skulum við hlusta á hana á meðan við fáum okkur heitt kakó og smá snarl, sagði Pierre og setti geisladisk í tækið. Ég varð að viðurkenna að konan söng mjög fallega en mér fannst Pierre stilla tónlistina óþarflega hátt. Hann raulaði með og kunni greinilega textana utan að. Adele fékk líka heitt kakó í hundaskálina sína. Í litla en notalega eldhúskróknum borðuðum við Pierre hvítt
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=