15 3. kafli Ég komst fljótlega að því að Pierre og Adele bjuggu í pínulitlu timburhúsi undir risastóru tré við enda garðsins. Þegar við vorum að leika okkur rúllaði boltinn nokkrum sinnum lengst inn í garðinn. Það var yfirleitt ég sem náði í boltann og þannig komst ég að því að þar var lítið hús. Rétt innan við dyrnar sá ég líka gervifót. Utan á húsinu hékk fullt af skrýtnum listaverkum úr allskonar rusli og járni. Af hverju er Af hverju urðu Alexander og Pierre vinir? Einn daginn spiluðum við Pierre badminton í garðinum á meðan Adele lá í leti en þá fór allt í einu að rigna alveg rosalega mikið. – Þetta er nú meiri hellidemban! Drífum okkur inn, sagði Pierre, greip báðar hækjurnar og sveiflaði sér fimlega á þeim þvert yfir garðinn. Ég var enn svolítið smeykur við þessa nýju og dularfullu vini mína og þorði því varla að fylgja þeim inn. En þar sem ég var forvitinn og skalf auk þess úr kulda herti ég mig upp og steig inn fyrir þröskuldinn. Það kom mér satt að segja á óvart hversu snyrtilegt þetta agnarlitla heimili
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=