13 – Elle s’appelle Adéle. Ég yppti aftur öxlum. – Her name is Adele. Ég kinkaði kolli og brosti. Einfaldlega þannig kynntumst við. Í hvert skipti sem ég fylgdi mömmu í jóga fór ég inn í garðinn og lék mér við Pierre og Adele. Smátt og smátt fór mér að líða betur og um leið varð ég jákvæðari fyrir því að læra frönskuna. Pierre var góður kennari, hann talaði skýrt og greinilega. Þegar ég skildi hann ekki þá endurtók hann það sama á ensku og sagði það svo aftur á frönsku. Yfirleitt svaraði ég honum þó á ensku til að byrja með.
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=