París

12 eina hækju. Með hinni hendinni hélt hann á boltanum mínum. Hann var rosalega sólbrúnn og með nokkur stór húðflúr á stæltum upphandleggjunum. Fötin sem hann klæddist voru síð og víð. Við hlið hans sat móbrúnn og mjög loðinn hundur sem sperrti eyrun. Hundurinn var greinilega einhvers konar blendingur. Ég vonaði að maðurinn henti til mín boltanum svo ég kæmist sem fyrst út úr þessum óþægilegu aðstæðum. En hann gerði það ekki. Þess í stað henti hann boltanum hátt upp í loft og lét hann skoppa á hné sér, svo á ristinni, svo skallaði hann boltann nokkrum sinnum og sendi hann síðan óvænt yfir til mín. Ég varð svo undrandi að mér tókst varla að grípa boltann. – C’est ton tour, sagði hann og brosti. Ég yppti öxlum. – Your turn, sagði hann með frönskum hreim. Ég ætlaði að láta mig hverfa en það var eitthvað við bros hans og góðlegt augnaráðið sem fékk mig til að sýna honum hvað ég kynni. Ég lék listir mínar og svo gaf ég boltann yfir til hans og svo hann aftur til mín. Og svona hélt þetta áfram. Ef við misstum boltann hljóp ég á eftir honum og undantekningalaust fylgdi hundurinn með. Hvernig getur þú lært að treysta eigin innsæi í samskiptum?

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=