10 Næstum því daglega spurði hún mig sömu spurninganna. – Var gaman í skólanum? – Ágætt, svaraði ég en meinti leiðinlegt. – Lærðir þú eitthvað? – Helling, svaraði ég en meinti mjög lítið. – Ertu að tengjast krökkunum? – Já, svaraði ég en meinti nei. Og ég hélt að það myndi aldrei breytast. En svo kynntist ég Pierre og Adele fyrir algjöra tilviljun. Oft fylgdi ég mömmu á jóganámskeiðið strax eftir skóla. Ég hafði ekkert skárra að gera. Stundum hékk ég í símanum í stórum sófa sem var fyrir framan jógasalinn. Oftast var ég þó úti því fyrir aftan jógastúdíóið var frekar stórt plan og við enda þess, mjög hár veggur. Ég tók alltaf fótboltann minn með mér og lék mér að því að sparka í vegginn, halda boltanum á lofti og allskonar þannig. Einn daginn rúllaði boltinn út um lítið gat á járngirðingu sem var til hliðar við þennan nýja leikvöll minn. Ég skreið í gegnum gatið og yfir beð með trjárunnum. Þá var ég kominn inn í undarlegan bakgarð þar sem himinhá tré umkringdu stóra grasflöt. Boltann var hvergi að sjá svo ég skimaði eftir honum í rólegheitunum. Skyndilega heyrði ég eitthvað sagt fyrir aftan mig á frönsku. Ég sneri mér snögglega við og stirðnaði allur upp. Þarna stóð alskeggjaður, einfættur maður og studdi sig við
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=