París

9 2. kafli Mamma lagði mikla áherslu á að ég lærði frönsku og vildi því ekki senda mig í alþjóðlegan skóla. Fyrstu vikurnar í franska skólanum voru ömurlegar því ég skildi sama og ekkert. Sumir krakkanna töluðu ensku en samt náðum við ekki að tengja. Mér dauðleiddist í frímínútum því enginn spilaði fótbolta og ég hafði engan áhuga á körfubolta og einhverjum leikjum sem ég kunni ekki. Í upphafi skólaársins fylgdi mamma mér alla leið í skólann og sótti mig líka því ég rataði ekki heim. Heima á Íslandi hefði ég ekki þolað það en þarna úti var mér sama, mín vegna máttu allir halda að ég væri mömmu- strákur. Ég hafði hvort sem var ekki áhuga á að kynnast krökkunum. Mamma keypti oft allskonar handa mér á leiðinni heim, eitthvert smádót og líka eitthvað gott að borða eins og kebab og góðar langlokur. Hún reyndi allt sem hún gat til að hafa mig ánægðan og ég vissi að hún fann til með mér. Eiginlega vorkenndi ég henni smá fyrir að vera alltaf að reyna að gera eitthvað sem hafði engin áhrif en málið var að mér fannst svo hræðilega leiðinlegt í skólanum að ég gat ekki einu sinni þóst vera ánægður. Hvað finnst þér erfitt – eða spennandi – við það að læra nýtt tungumál?

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=