| 40345 | MIÐSTÖÐ MENNTUNAR OG SKÓLAÞJÓNUSTU 2024 | 9 | Íslenskir leikskólar eru í eðli sínu heilsueflandi, í starfi þeirra er lögð áhersla á nám í gegnum leik, samveru og samskipti, útiveru, hollt mataræði og hreyfingu svo að nokkur atriði séu nefnd. Embætti landlæknis býður leikskólum að skrá sig í Heilsueflandi leikskóla, þar sem þeir fá aðgang að eigin heimasvæði á heilsueflandi. is þar sem þeir geta haldið markvisst utan um heilsueflingarstarf sitt með útfyllingu sérstakra gátlista. Þátttaka er leikskólum að kostnaðarlausu og geta þeir sótt um á vef embættisins: https://island.is/ heilsueflandi-leikskoli Ofbeldisforvarnir í leikskólum Þegar unnið er að ofbeldisforvörnum í leikskólum er mikilvægt að það sé gert á heildrænan máta. Stundum hefur áherslan verið of mikil á kennslu og fræðslu um ofbeldi. Slík kennsla getur verið gagnleg en mikilvægt er að horfa einnig til þess að skapa aðstæður þar sem börn verða ekki fyrir ofbeldi. Þá er átt við að starfsfólk bregðist við á samræmdan hátt þegar mál koma upp í leikskólanum, að félags- og tilfinningafærni sé kennd markvisst, að eftirlit með börnum sé nógu þétt til að hægt sé að bregðast hratt við ef eitthvað fer úrskeiðis í samskiptum milli barna, að skýrir ferlar séu um tilkynningar til barnaverndarþjónustu og að starfsfólk fái kennslu um fjölbreytileika og geti því gengið á undan með góðu fordæmi í samskiptum. Í 28. grein Barnasáttmálans, sem fjallar um aðgang að menntun, er sérstaklega nefnt að aldrei má beita barn ofbeldi eða niðurlægja það, svo sem vegna brota á skólareglum. Með þetta í huga verður að vera þekking meðal starfsfólks um hvernig er hægt að taka á ofbeldi gegn ungum börnum án þess að beita refsandi aðferðum sem skila ekki árangri. Í þingsályktun frá 2020 um forvarnir meðal barna og ungmenna gegn kynferðislegu og kynbundnu ofbeldi og áreitni kemur meðal annars fram að allt starfsfólk leikskóla skuli taka netnámskeið sem Barnahús hefur gefið út. Eins er fjallað um að skólaskrifstofur miðli þekkingu og
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=