Handbók um velferð og öryggi í leikskólum

| 40345 | MIÐSTÖÐ MENNTUNAR OG SKÓLAÞJÓNUSTU 2024 | 7 | og stjórnvalda, að börn eigi rétt á að tjá skoðanir sínar og að stjórnvöld eigi að vernda börn gegn ofbeldi, misbeitingu og vanrækslu af hendi allra þeirra sem annast þau. Sérstaklega er fjallað um réttindi fatlaðra barna og er mikilvægt í leikskólum að fjarlægja hindranir svo að öll börn geti verið virkir þátttakendur í leikskólanum eins og annars staðar. Mikilvægt er að fólk sem starfar með börnum og ungmennum sé meðvitað um sérstök réttindi barna og taki það alvarlega að standa vörð um þau réttindi. Til er þó nokkuð af námsefni um Barnasáttmálann sem leikskólar geta nýtt sér. Mikill samhljómur er með Barnasáttmálanum og öðrum íslenskum lögum sem varða börn. Samkvæmt barnalögum, nr. 76/2003 á barn rétt á að lifa, þroskast og njóta verndar, umönnunar og annarra réttinda í samræmi við aldur sinn og þroska og án mismununar af nokkru tagi. Óheimilt er að beita barn hvers kyns ofbeldi eða annarri vanvirðandi háttsemi. Það sem barni er fyrir bestu skal ávallt hafa forgang þegar teknar eru ákvarðanir um málefni þess. Barn á rétt á að láta skoðanir sínar í ljós í öllum málum sem það varða og skal tekið réttmætt tillit til skoðana þess í samræmi við aldur og þroska.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=