| 40345 | MIÐSTÖÐ MENNTUNAR OG SKÓLAÞJÓNUSTU 2024 | 69 | Stytt útgáfa af gátlista frá Västerås til að huga að eiturefnasnjöllum leikskóla Borða Við forðumst að nota plast í snertingu við heitan mat Við skiptum gömlum, slitnum plastvörum út fyrir við, ryðfrítt stál, gler eða postulín Við notum eingöngu vörur sem ætlað er að komast í snertingu við mat Við forðumst að nota steikarpönnur með viðloðunarfría teflonhúð Leikur og sköpun Við erum að minnka hlutfall plastleikfanga, sérstaklega hluti úr mjúku plasti Við vinnum að því að losa okkur við mjúk plastleikföng sem voru framleidd fyrir 2014 Við loftum nýkeyptar plast- og gúmmívörur Börnin leika sér ekki með gömul raftæki Við veljum umhverfismerktar vörur, aðlagaðar börnum, þegar við kaupum málningu og lím Við hitum ekki plast að óþörfu og spörum t.d. perlustraujun Við öflum okkur þekkingar um endurunnið efni áður en við notum það Svefn og umhverfi Við veljum Svansvottaðar vörur til að nota í hvíld barnanna Við höfum nákvæma ferla í þrifum og sjáum til þess að loftræsting sé góð Við þvoum gluggatjöld og aðra vefnaðarvöru reglulega Leiktæki og leikföng í útiveru Við veljum rétta viðarefnið í sandkassa, bekki og leiktæki Leikskólalóðin okkar er laus við gömul bíldekk Börnin hafa gott aðgengi að náttúrulegu lausu efni Við veljum útileikföng sem eru ætluð börnum Gróður-, gervigras- og fallvarnir auk viðhalds á garðinum Við leggjum áherslu á náttúrulegt umhverfi og nýtum það náttúrlega sem er á leikskólalóðinni okkar Við notum viðarkurl, börk, kork, möl eða sand sem fallvörn Garðsláttur og sandsópun fer fram þegar börnin eru ekki nálægt Við notum ekki kemísk efni gegn illgresi eða meindýrum þegar börn eru nálægt
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=